Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júní 2017 21:50 Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi Sessions í byrjun skýrslutökunnar sem er á vegum leyniþjónustunefndar öldungardeildarþingsins. Samkvæmt heimildum CNN hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið að fylgjast með skýrslutöku Sessions.Ber fyrir sig trúnað Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Hann sagðist þó ekki geta brotið trúnað sinn gagnvart forsetanum. Hann staðfesti að hann teldi það nokkuð augljóst að Rússar hefðu átt afskipti af kosningunum. Hins vegar hefði hann ekki fengið neinar sérstakar upplýsingar um það og að hans þekking á málinu kæmi aðallega úr fjölmiðlum. Hann hefði ekki fengið neina sérstaka kynningu á málinu. Session sagði jafnframt að hann gæti ekki svarað spurningum um það hvort að afskiptin hefðu borið á góma þegar hann ræddi við forsetann um Comey. Nefndarmenn hafa sótt hart að Sessions og ásakað hann um að tefja fyrir og neita að svara spurningum. Einn þeirra sagði hann standa í vegi fyrir rannsóknum nefndarinnar með þessum hætti. Samskipti við rússnesk yfirvöld Sessions hefur meðal annars verið ásakaður um að eiga í samskiptum við rússnesk yfirvöld, þá sérstaklega sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak, á Mayflower hótelinu í Washington DC þann 27. apríl 2016. Sessions var á hótelinu ásamt fylgismönnum Trumps sem flutti sína fyrstu framboðsræðu um utanríkismál. „Ég kom á hótelið og vissi ekki af því að hann væri þar. Ég man ekki eftir því að hafa vitað það. Ég átti í engum samskiptum við hann, hvorki fyrir né eftir þennan atburð,“ segir Sessions aðspurður um meintan fund sinn við Sergey Kislyak á Mayflower hótelinu í Washington. Kannski, kannski ekki Hann segist ekki vilja staðfesta það né neita því að hann hafi rætt við Trump um brottrekstur Comey. Ber hann enn og aftur fyrir sig trúnaðarskyldu. Ms. Feinstein, ein þeirra sem situr í leyniþjónustunefnd öldungardeildarþingsins, sagði þá að ef að svarið væri neikvætt þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að segja ef svo væri. Comey svaraði því um hæl að það sama gilti um játandi svar hins vegar væri það ekki viðeigandi fyrir hann að upplýsa um persónuleg samtöl hans við forsetann. Sessions hélt því fram að hann hefði helgað sig góðum vinnubrögðum í sínu starfi og því sé ekkert að marka þær ásakanir sem komið hafa fram. Sessions lagði áherslu á að ásakanirnar hafi haft þveröfug áhrif að því leyti að þær hafi ekki ógnað honum heldur styrkt hann í sinni vissu. Hann segir ríkisstjórn Trumps koma hreint fram og gegnsæi sé þeim öllum mikilvægt. Ríkisstjórnin leggi áherslu á öryggi borgaranna gegn hryðjuverkum sem og glæpagengjum. Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi Sessions í byrjun skýrslutökunnar sem er á vegum leyniþjónustunefndar öldungardeildarþingsins. Samkvæmt heimildum CNN hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið að fylgjast með skýrslutöku Sessions.Ber fyrir sig trúnað Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Hann sagðist þó ekki geta brotið trúnað sinn gagnvart forsetanum. Hann staðfesti að hann teldi það nokkuð augljóst að Rússar hefðu átt afskipti af kosningunum. Hins vegar hefði hann ekki fengið neinar sérstakar upplýsingar um það og að hans þekking á málinu kæmi aðallega úr fjölmiðlum. Hann hefði ekki fengið neina sérstaka kynningu á málinu. Session sagði jafnframt að hann gæti ekki svarað spurningum um það hvort að afskiptin hefðu borið á góma þegar hann ræddi við forsetann um Comey. Nefndarmenn hafa sótt hart að Sessions og ásakað hann um að tefja fyrir og neita að svara spurningum. Einn þeirra sagði hann standa í vegi fyrir rannsóknum nefndarinnar með þessum hætti. Samskipti við rússnesk yfirvöld Sessions hefur meðal annars verið ásakaður um að eiga í samskiptum við rússnesk yfirvöld, þá sérstaklega sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak, á Mayflower hótelinu í Washington DC þann 27. apríl 2016. Sessions var á hótelinu ásamt fylgismönnum Trumps sem flutti sína fyrstu framboðsræðu um utanríkismál. „Ég kom á hótelið og vissi ekki af því að hann væri þar. Ég man ekki eftir því að hafa vitað það. Ég átti í engum samskiptum við hann, hvorki fyrir né eftir þennan atburð,“ segir Sessions aðspurður um meintan fund sinn við Sergey Kislyak á Mayflower hótelinu í Washington. Kannski, kannski ekki Hann segist ekki vilja staðfesta það né neita því að hann hafi rætt við Trump um brottrekstur Comey. Ber hann enn og aftur fyrir sig trúnaðarskyldu. Ms. Feinstein, ein þeirra sem situr í leyniþjónustunefnd öldungardeildarþingsins, sagði þá að ef að svarið væri neikvætt þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að segja ef svo væri. Comey svaraði því um hæl að það sama gilti um játandi svar hins vegar væri það ekki viðeigandi fyrir hann að upplýsa um persónuleg samtöl hans við forsetann. Sessions hélt því fram að hann hefði helgað sig góðum vinnubrögðum í sínu starfi og því sé ekkert að marka þær ásakanir sem komið hafa fram. Sessions lagði áherslu á að ásakanirnar hafi haft þveröfug áhrif að því leyti að þær hafi ekki ógnað honum heldur styrkt hann í sinni vissu. Hann segir ríkisstjórn Trumps koma hreint fram og gegnsæi sé þeim öllum mikilvægt. Ríkisstjórnin leggi áherslu á öryggi borgaranna gegn hryðjuverkum sem og glæpagengjum.
Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38
Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11
Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30