Enski boltinn

Costa útilokar að fara til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diego Costa.
Diego Costa. vísir/getty
Framherji Chelsea, Diego Costa, veit ekki enn hvar hann spilar á næstu leiktíð.

Hann fékk sms frá stjóranum sínum, Antonio Conte, á dögunum þar sem stóð að krafta hans væri ekki óskað hjá Chelsea á næstu leiktíð.

Vitað er að Costa vill helst fara til Atletico Madrid en það gæti verið flókið út af félagaskiptabanni félagsins.

„Ég er með samning við Chelsea og félagið hlýtur að vita hvað það ætlar að gera við mig. Atletico heillar mig en sama hvert ég fer þá verð ég að spila,“ sagði Costa sem hefur margoft verið orðaður við lið í Kína.

„Ég útiloka að fara til Kína. Ég verð að hugsa um HM.“

Costa óttast sem sagt að missa sæti sitt í spænska landsliðinu ef hann fer til Kína á HM-ári. Hann var orðaður við AC Milan á dögunum en þar sem landsleikjafríinu er að ljúka ætti eitthvað skýrast í hans málum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×