Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2017 21:24 Gylfi í baráttunni í kvöld. vísir/epa Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið. „Þetta var frábært. Góð úrslit, góð frammistaða og við erum komnir í fínustu mál í riðlinum,“ sagði Gylfi í samtali við íþróttadeild 365. „Ég held að það hafi verið viljinn sem hafi unnið þennan leik. Varnarleikurinn var líka frábær og það var mikil vinnusemi í liðinu. Við vorum tilbúnir að gera þetta óþægilegt fyrir þá frá fyrstu mínútu.“ „Við pressuðum á þá í 90 mínútur og við vorum óheppnir að þetta var ekki að detta fyrir okkur í fyrirgjöfunum og innköstunum. Við héldum áfram og mjög sætt að skora í lokin.“ „Nei, einhvern veginn hafði ég aldrei trú á því að þeir myndu skora fyrsta markið í leiknum. Við vorum að fá boltann inn í boxið, en þetta datt aldrei fyrir okkur.“ „Við gáfumst ekkert upp og við fengum gott færi þegar Jói skallaði hann og hann varði í horn, en við náðum þessu á seiglunni.“ „Ég reyni nú alltaf að gera mitt besta fyrir liðið. Þetta var aðallega gert til þess að stoppa sóknaruppbygginguna á miðjunni. Þeir eru með Modric og fleiri, en auðvitað þegar við erum komnir fram þá erum við með tvo sóknarmenn.“ Gylfi var spurður út í frammistöðu Harðar Björgvins Magnússonar, hetjunnar í kvöld. „Hann var mjög góður. Ég sagði við hann að eftir einhverjar tíu mínútur þá byrjaði hann að spila sinn leik og var frábær. Vann skallana og tæklingarnar sem hann átti að vinna.“ „Síðan í seinni hálfleik var hann frábær og skoraði stórglæsilegt skallamark sem var líka mikilvægt fyrir okkur. Maður er ánægður fyrir hans hönd,“ en er sigurinn sá stærsti í sögu Íslands á Laugardalsvelli? „Ég held það. Allavega ofarlega með Hollandsleiknum, en þetta eru bara þrjú stig þrátt fyrir að þetta sé frábær sigur. Góð frammistaða hjá liðinu, en við þurfum að passa að þessi úrslit skemmist ekki með lélegri frammistöðu gegn Finnlandi.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Hörður Björgvin axlaði ábyrgð“ Leik Íslands og Króatíu var að ljúka rétt í þessu en Ísland sigraði 1-0. Hörður Björgvin tryggði okkur sigurinn á 90 mínútu. Hér má sjá viðbrögðin á Twitter yfir leiknum en Emil og Hörður voru vinsælir. 11. júní 2017 20:42 Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin "Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“ 11. júní 2017 21:20 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Íslenska liðið var á leiðinni niður í fjórða sætið í riðlinum þegar Hörður skoraði Íslenska karlalandsliðið vann dramatískan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld en með sigrinum náði Ísland að komast upp að hlið Króötum á toppnum. 11. júní 2017 20:46 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Voru búnir að bíða í 426 mínútur eftir marki á móti Króatíu Hörður Björgvin Magnússon tryggði Íslandi 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. júní 2017 20:37 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið. „Þetta var frábært. Góð úrslit, góð frammistaða og við erum komnir í fínustu mál í riðlinum,“ sagði Gylfi í samtali við íþróttadeild 365. „Ég held að það hafi verið viljinn sem hafi unnið þennan leik. Varnarleikurinn var líka frábær og það var mikil vinnusemi í liðinu. Við vorum tilbúnir að gera þetta óþægilegt fyrir þá frá fyrstu mínútu.“ „Við pressuðum á þá í 90 mínútur og við vorum óheppnir að þetta var ekki að detta fyrir okkur í fyrirgjöfunum og innköstunum. Við héldum áfram og mjög sætt að skora í lokin.“ „Nei, einhvern veginn hafði ég aldrei trú á því að þeir myndu skora fyrsta markið í leiknum. Við vorum að fá boltann inn í boxið, en þetta datt aldrei fyrir okkur.“ „Við gáfumst ekkert upp og við fengum gott færi þegar Jói skallaði hann og hann varði í horn, en við náðum þessu á seiglunni.“ „Ég reyni nú alltaf að gera mitt besta fyrir liðið. Þetta var aðallega gert til þess að stoppa sóknaruppbygginguna á miðjunni. Þeir eru með Modric og fleiri, en auðvitað þegar við erum komnir fram þá erum við með tvo sóknarmenn.“ Gylfi var spurður út í frammistöðu Harðar Björgvins Magnússonar, hetjunnar í kvöld. „Hann var mjög góður. Ég sagði við hann að eftir einhverjar tíu mínútur þá byrjaði hann að spila sinn leik og var frábær. Vann skallana og tæklingarnar sem hann átti að vinna.“ „Síðan í seinni hálfleik var hann frábær og skoraði stórglæsilegt skallamark sem var líka mikilvægt fyrir okkur. Maður er ánægður fyrir hans hönd,“ en er sigurinn sá stærsti í sögu Íslands á Laugardalsvelli? „Ég held það. Allavega ofarlega með Hollandsleiknum, en þetta eru bara þrjú stig þrátt fyrir að þetta sé frábær sigur. Góð frammistaða hjá liðinu, en við þurfum að passa að þessi úrslit skemmist ekki með lélegri frammistöðu gegn Finnlandi.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Hörður Björgvin axlaði ábyrgð“ Leik Íslands og Króatíu var að ljúka rétt í þessu en Ísland sigraði 1-0. Hörður Björgvin tryggði okkur sigurinn á 90 mínútu. Hér má sjá viðbrögðin á Twitter yfir leiknum en Emil og Hörður voru vinsælir. 11. júní 2017 20:42 Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin "Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“ 11. júní 2017 21:20 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45 Íslenska liðið var á leiðinni niður í fjórða sætið í riðlinum þegar Hörður skoraði Íslenska karlalandsliðið vann dramatískan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld en með sigrinum náði Ísland að komast upp að hlið Króötum á toppnum. 11. júní 2017 20:46 Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12 Voru búnir að bíða í 426 mínútur eftir marki á móti Króatíu Hörður Björgvin Magnússon tryggði Íslandi 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. júní 2017 20:37 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Twitter eftir leik: „Hörður Björgvin axlaði ábyrgð“ Leik Íslands og Króatíu var að ljúka rétt í þessu en Ísland sigraði 1-0. Hörður Björgvin tryggði okkur sigurinn á 90 mínútu. Hér má sjá viðbrögðin á Twitter yfir leiknum en Emil og Hörður voru vinsælir. 11. júní 2017 20:42
Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin "Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“ 11. júní 2017 21:20
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri. 11. júní 2017 20:45
Íslenska liðið var á leiðinni niður í fjórða sætið í riðlinum þegar Hörður skoraði Íslenska karlalandsliðið vann dramatískan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld en með sigrinum náði Ísland að komast upp að hlið Króötum á toppnum. 11. júní 2017 20:46
Heimir: Þetta var svo asnalegt mark Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. 11. júní 2017 21:12
Voru búnir að bíða í 426 mínútur eftir marki á móti Króatíu Hörður Björgvin Magnússon tryggði Íslandi 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. júní 2017 20:37