Erlent

Stefnir í stórsigur fyrir flokk Macron

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, á kjörstað í dag ásamt eiginkonu sinni Brigitte Macron.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, á kjörstað í dag ásamt eiginkonu sinni Brigitte Macron. Vísir/EPA
Kjörstaðir í Frakklandi lokuðu klukkan 17 í dag að íslenskum tíma. Fyrstu tölur benda til þess að La Republique en Marche, flokkur forsetans Emmanuel Macron, hljóti rúmlega 400 sæti af þeim 577 sem eru á franska þinginu.

Flokkurinn er einungis rúmlega eins árs gamall og margir frambjóðendur hans hafa litla eða enga reynslu af stjórnmálum. Aðeins rúmur mánuður er síðan Macron var kjörinn forseti landsins.

Franski þjóðarflokkurinn, flokkur Marine Le Pen hlýtur 13,1% ef marka má fyrstu tölur, Sósíalistaflokkurinn hlýtur 9 prósent og Repúblikanaflokkurinn 20,9 prósent.

Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt.

Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×