Sport

Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir ánægð eftir hlaupið sitt í dag.
Aníta Hinriksdóttir ánægð eftir hlaupið sitt í dag. Mynd/Frjálsíþróttasamband Íslands
Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt.

Aníta stórbætti Íslandsmetið með því að hlaupa á 4:06,43 mínútum en met Ragnheiðar Ólafsdóttur var 4:14,94 mínútur og síðan 24. apríl 1987.

Það er mjög óalgengt að Íslandsmetin séu slegin eins mikið í einu og hjá Anítu í dag enda að bæta metið meira en átta sekúndur.

Aníta hafði best áður hlaupið á 4:15,14 mínútum í Amsterdam 24. maí 2014.

Það er langt síðan Aníta hljóp 1500 metra hlaup enda hefur hún einbeitt sér að 800 metra hlaupunum síðustu ár.

Aníta átti Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi innanhúss en hún hljóp á 4:19,31 mínútum árið 2014. Hún á nú öll Íslandsmet í 800 metrum og 1500 metrum innanhúss og utanhúss.

Hún sýndi hinsvegar styrk sinn í dag nú þegar nær líður HM í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×