Valinn bestur á HM og spilar með Liverpool á næstu leiktíð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 12:45 Dominic Solanke með Gullboltann. Vísir/Getty Dominic Solanke varð í dag heimsmeistari með 20 ára landsliði Englendinga en hann fékk líka Gullboltann sem besti leikmaður keppninnar. Englendingar unnu þá sinn fyrsta heimsmeistaratitil sinn í 51 ár eða síðan að karlalandsliði vann HM á heimavelli 1966. Enska 20 ára landsliðið hafði aldrei áður komist í úrslitaleikinn á HM U20. Enska liðið treysti mikið á frammistöðu Dominic Solanke í sóknarleiknum og Englendingar eiga honum mikið að þakka að ensku liðið komust alla leið í úrslitaleikinn. Frammistaða hans í útsláttarkeppninni átti líka mestan þátt í því að hann var kosinn besti leikmaður keppninnar. Dominic Solanke fékk Gullboltann, Úrúgvæmaðurinn Federico Valverde fékk silfurboltann og Yangel Herrera frá Venesúela fékk bronsboltann. Enski markvörðurinn Freddie Woodman var valinn besti markvörður keppninnar en Riccardo Orsolini Ítalinn fékk gullskóinn. Þessi verðlaun hafa margir frábærir leikmenn fengið menn eins og Diego Maradona (1979), Lionel Messi (2005), Sergio Aguero (2007) og Paul Pogba (2013). Það er því engin pressa á Solanke. Solanke er á leiðinni til Liverpool en hann ákvað á dögunum að yfirgefa Chelsea og semja frekar við Liverpool. Liverpool mun aðeins þurfa að reiða um þrjár milljónir punda fyrir strákinn sem þykir ekki mikið eftir þessa frammistöðu hans á HM í Suður-Kóreu. Solanke náði ekki að skora í úrslitaleiknum á móti Venesúela og missti því að Gullskónum. Hann var búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum enska liðsins, eitt mark á móti Mexíkó í átta liða úrslitunum og tvö mörk á móti Ítalíu í undanúrslitunum. Solanke skoraði alls fjögur mörk í sjö leikjum í keppninni Solanke náði ekki að spila með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hann var meðal annars lánaður til hollenska liðsins Vitesse þar sem hann skoraði 7 mörk í 25 deildarleikjum tímabilið 2015-16. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, setti Solanke í frystikistuna í vetur þegar ljóst var að leikmaðurinn ætlaði ekki að endurnýja samning sinn. Solanke valdi að fara til Liverpool þegar samningur hans rann út og Liverpool þarf væntanlega bara að greiða Chelsea „smáaura“ fyrir hann ef við tökum mið af öðrum kaupum og sölum í fótboltanum í dag.Dominic Solanke með bikarinn.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Nýi Liverpool-maðurinn raðar áfram inn mörkum og Englendingar í úrslitaleikinn Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. 8. júní 2017 13:06 Everton-maður tryggði Englandi fyrsta HM-titilinn frá 1966 Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. 11. júní 2017 11:58 Nýi Liverpool-maðurinn skaut 20 ára lið Englands í undanúrslitin Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. 6. júní 2017 10:00 Liverpool að ná í stórefnilegan leikmann frá Chelsea Dominic Solanke mun hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool. 30. maí 2017 14:15 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Dominic Solanke varð í dag heimsmeistari með 20 ára landsliði Englendinga en hann fékk líka Gullboltann sem besti leikmaður keppninnar. Englendingar unnu þá sinn fyrsta heimsmeistaratitil sinn í 51 ár eða síðan að karlalandsliði vann HM á heimavelli 1966. Enska 20 ára landsliðið hafði aldrei áður komist í úrslitaleikinn á HM U20. Enska liðið treysti mikið á frammistöðu Dominic Solanke í sóknarleiknum og Englendingar eiga honum mikið að þakka að ensku liðið komust alla leið í úrslitaleikinn. Frammistaða hans í útsláttarkeppninni átti líka mestan þátt í því að hann var kosinn besti leikmaður keppninnar. Dominic Solanke fékk Gullboltann, Úrúgvæmaðurinn Federico Valverde fékk silfurboltann og Yangel Herrera frá Venesúela fékk bronsboltann. Enski markvörðurinn Freddie Woodman var valinn besti markvörður keppninnar en Riccardo Orsolini Ítalinn fékk gullskóinn. Þessi verðlaun hafa margir frábærir leikmenn fengið menn eins og Diego Maradona (1979), Lionel Messi (2005), Sergio Aguero (2007) og Paul Pogba (2013). Það er því engin pressa á Solanke. Solanke er á leiðinni til Liverpool en hann ákvað á dögunum að yfirgefa Chelsea og semja frekar við Liverpool. Liverpool mun aðeins þurfa að reiða um þrjár milljónir punda fyrir strákinn sem þykir ekki mikið eftir þessa frammistöðu hans á HM í Suður-Kóreu. Solanke náði ekki að skora í úrslitaleiknum á móti Venesúela og missti því að Gullskónum. Hann var búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum enska liðsins, eitt mark á móti Mexíkó í átta liða úrslitunum og tvö mörk á móti Ítalíu í undanúrslitunum. Solanke skoraði alls fjögur mörk í sjö leikjum í keppninni Solanke náði ekki að spila með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hann var meðal annars lánaður til hollenska liðsins Vitesse þar sem hann skoraði 7 mörk í 25 deildarleikjum tímabilið 2015-16. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, setti Solanke í frystikistuna í vetur þegar ljóst var að leikmaðurinn ætlaði ekki að endurnýja samning sinn. Solanke valdi að fara til Liverpool þegar samningur hans rann út og Liverpool þarf væntanlega bara að greiða Chelsea „smáaura“ fyrir hann ef við tökum mið af öðrum kaupum og sölum í fótboltanum í dag.Dominic Solanke með bikarinn.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Nýi Liverpool-maðurinn raðar áfram inn mörkum og Englendingar í úrslitaleikinn Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. 8. júní 2017 13:06 Everton-maður tryggði Englandi fyrsta HM-titilinn frá 1966 Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. 11. júní 2017 11:58 Nýi Liverpool-maðurinn skaut 20 ára lið Englands í undanúrslitin Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. 6. júní 2017 10:00 Liverpool að ná í stórefnilegan leikmann frá Chelsea Dominic Solanke mun hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool. 30. maí 2017 14:15 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Nýi Liverpool-maðurinn raðar áfram inn mörkum og Englendingar í úrslitaleikinn Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. 8. júní 2017 13:06
Everton-maður tryggði Englandi fyrsta HM-titilinn frá 1966 Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. 11. júní 2017 11:58
Nýi Liverpool-maðurinn skaut 20 ára lið Englands í undanúrslitin Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. 6. júní 2017 10:00
Liverpool að ná í stórefnilegan leikmann frá Chelsea Dominic Solanke mun hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool. 30. maí 2017 14:15