Everton-maður tryggði Englandi fyrsta HM-titilinn frá 1966 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:58 Ensku strákarnir fagna sigrinum í dag. Vísir/Getty Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. Þetta er í fyrsta sinn í 51 ár sem Englendingar verða heimsmeistarar í fótbolta eða síðan að England vann HM fullorðinna á heimavelli 1966. Kannski má segja að þeir hafi í dag fengið smá uppreisn æru eftir tapið á móti litla Íslandi á EM í Frakklandi í fyrrasumar.pic.twitter.com/FIQFvpPjZF — England (@England) June 11, 2017 Everton-maður og Newcastle-maður voru hetjur enska landsliðsins í dag. Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, skoraði sigurmarkið strax í fyrri hálfleik og Freddie Woodman, markvörður Newcastle, varði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Dominic Solanke, sem gengur til liðs við Liverpool 1. júlí, náði ekki að bæta við marki í þessum leik og tryggja sér markakóngstitilinn en Solanke var búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Ítalinn Riccardo Orsolini var markakóngur með fimm mörk en Solanke var einn af fimm leikmönnum með fjögur mörk. Dominic Calvert-Lewin skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu þegar hann fylgdi á eftir eigin skoti. Þetta var hans annað marki í keppninni en Calvert-Lewin skoraði einu sinni fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Venesúela fékk vítaspyrnu á 74. mínútu og dómari leiksins stóð við þá ákvörðun eftir að hafa skoðað eftir endursýningu af brotinu. Adalberto Penaranda tók vítið en Freddie Woodman varði frábærlega frá honum. Newcastle lánaði Woodman til skosks liðsins Kilmarnock á síðustu leiktíð.Congratulations to @England U20's who are World Cup winners. What an achievement lads — Wayne Rooney (@WayneRooney) June 11, 2017 Þetta var í fyrsta sinn sem England vinnur þessa keppni en England er tíunda þjóðin sem fagnar sigri á HM U20. Argentínu-menn hafa unnið oftast eða sex sinnum en Brasilíumenn fimm sinnum. Enska liðið sló úr Mexíkó og Ítalíu á leið sinni í úrslitaleikinn og skildi Argentínu eftir í riðlinum. Enska liðið er taplaust í sex leikjum sínum á mótinu, vann fimm en gerði eitt jafntefli við Gíneu í öðrum leik sínum í riðlakeppninni.EVísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. Þetta er í fyrsta sinn í 51 ár sem Englendingar verða heimsmeistarar í fótbolta eða síðan að England vann HM fullorðinna á heimavelli 1966. Kannski má segja að þeir hafi í dag fengið smá uppreisn æru eftir tapið á móti litla Íslandi á EM í Frakklandi í fyrrasumar.pic.twitter.com/FIQFvpPjZF — England (@England) June 11, 2017 Everton-maður og Newcastle-maður voru hetjur enska landsliðsins í dag. Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, skoraði sigurmarkið strax í fyrri hálfleik og Freddie Woodman, markvörður Newcastle, varði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Dominic Solanke, sem gengur til liðs við Liverpool 1. júlí, náði ekki að bæta við marki í þessum leik og tryggja sér markakóngstitilinn en Solanke var búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Ítalinn Riccardo Orsolini var markakóngur með fimm mörk en Solanke var einn af fimm leikmönnum með fjögur mörk. Dominic Calvert-Lewin skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu þegar hann fylgdi á eftir eigin skoti. Þetta var hans annað marki í keppninni en Calvert-Lewin skoraði einu sinni fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Venesúela fékk vítaspyrnu á 74. mínútu og dómari leiksins stóð við þá ákvörðun eftir að hafa skoðað eftir endursýningu af brotinu. Adalberto Penaranda tók vítið en Freddie Woodman varði frábærlega frá honum. Newcastle lánaði Woodman til skosks liðsins Kilmarnock á síðustu leiktíð.Congratulations to @England U20's who are World Cup winners. What an achievement lads — Wayne Rooney (@WayneRooney) June 11, 2017 Þetta var í fyrsta sinn sem England vinnur þessa keppni en England er tíunda þjóðin sem fagnar sigri á HM U20. Argentínu-menn hafa unnið oftast eða sex sinnum en Brasilíumenn fimm sinnum. Enska liðið sló úr Mexíkó og Ítalíu á leið sinni í úrslitaleikinn og skildi Argentínu eftir í riðlinum. Enska liðið er taplaust í sex leikjum sínum á mótinu, vann fimm en gerði eitt jafntefli við Gíneu í öðrum leik sínum í riðlakeppninni.EVísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira