Strákarnir hafa verið uppteknir við að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir Króatana með stífum æfingum og liðsfundum en þeir gáfu sér samt tíma til að taka á móti góðum gestum.
Strákarnir fengu nefnilega góða heimsókn í vikunni þegar aðildarfélög Umhyggju, félags langveikra barna, komu á hótelið.
Allir fengu áritanir, myndir og gott spjall og var bros á öllum andlitum - leikmanna og krakkana.
Hér fyrir neðan má sjá bæði myndir og myndband frá ferðinni sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á fésbókarsíðu sína.