Fótbolti

Teigurinn: Geggjaður Gylfi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sérstakur landsliðs-Teigur var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Bjarni Guðjónsson og Helgi Sigurðsson ræddu málin.

Þeir fóru meðal annars yfir byrjunarliðsumræðu, en einnig var rætt um einn allra mikilvægasta leikmann landsliðsins, Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi Þór verður væntanlega í stóru og mikilvægu hlutverki gegn Króatíu á morgun, en Króatar hafa að skipta einni bestu miðju í Evrópu í dag.

Helgi Sigurðsson, sérstakur gestur þáttarins, ræddi einnig hvort að hann vildi sjá Gylfa áfram í Swansea eða hvort að hann ætti að finna sér betra og stærra lið.

Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×