Erlent

Venus Williams talin bera ábyrgð á banaslysi í umferðinni

Lögreglan telur ábyrgðina liggja hjá Venus.
Lögreglan telur ábyrgðina liggja hjá Venus. vísir/getty
Tennisstjarnan Venus Williams er talin bera ábyrgð á bílslysi í Flórída í Bandaríkjunum, sem leiddi til dauða 78 ára gamals manns sem var farþegi í bílnum sem Venus klessti á. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu. Maðurinn lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Slysið átti sér stað 9. júní síðastliðinn. CNN greinir frá.

Samkvæmt ökumanni bílsins, Lindu Barson, var hún að keyra yfir gatnamót á grænu ljósi þegar bíll Williams keyrði fyrir bílinn. Barson sagði að hún hefði ekki getað komið í veg fyrir slysið. Samkvæmt lögregluskýrslunni sagði Williams að hún hafi verið föst inn á miðjum gatnamótunum vegna mikillar umferðar og hún hafi ekki séð bíl Barsons nálgast.

Lögmaður Williams segir að hún hafi lagt af stað á grænu ljósi og hafi verið á átta kílómetra hraða þegar Barson hafi klesst inn í hliðina á henni. Hann tók fram að yfirvöld hafi ekki stefnt henni né ávítað á þessum tímapuntki. Þetta hafi hreinlega verið slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×