Emil: Grét í símann eftir fyrstu æfinguna hjá Verona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2017 13:45 Emil í leik gegn Juventus. vísir/getty Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil. Ítalski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil.
Ítalski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira