Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 29. júní 2017 12:06 Búast má við áframhaldandi togstreitu á milli Angelu Merkel og Donald Trump þegar rætt verður um loftslagsmál á G20-fundinum í næstu viku. VÍSIR/EPA Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí. Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí.
Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira