Yfirvöld á Ítalíu hóta að loka fyrir hafnir og stöðva flæði flóttamanna Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 22:40 Þúsundir flóttafólks reyna að komast yfir til Ítalíu, frá Afríku, í hverri viku. Vísir/Getty Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Ítölsk yfirvöld hafa hótað að þau muni stoppa skip frá öðrum löndum sem flytja flóttamenn yfir hafið og inn í landið. Ítalska strandgæslan sér um að bjarga fólki af bátunum og eru bátarnir oft prýddir fánum Evrópulanda á borð við Þýskalands og Möltu. BBC greinir frá.Búið er að ræða hvort að banna eigi öllum skipum sem bera erlenda fána, aðgengi í ítalskar hafnir. Því hefur verið velt upp hvort að svoleiðis aðgerð væri yfir höfuð lögleg. Samkvæmt alþjóðlegum haföryggisreglum ber skipum sem verða vitni að sjóslysi eða öðrum erfiðleikum á sjó að aðstoða sama hverjar aðstæðurnar eru. Landið sem er næst slysinu ber síðan ábyrgð á að taka við fórnarlömbunum. Hótunin kemur í kjölfarið á yfirlýsingu Maurizio Massari, fulltrúa Ítalíu á Evrópuþinginu, um að taka yrði ástandið alvarlega þar sem erfiðara væri að bregðast við ástandinu og viðhalda öryggi. Forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni, hefur einnig sakað aðrar Evrópuþjóðir um að hunsa ástandið. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að hótun Ítala sé einungis til að vekja athygli annarra þjóða á versnandi ástandi frekar en að raunverulegur vilji búi að baki. Þetta sé því yfirlýsing af þeirra hálfu um að ástandið sé ekki einungis á ábyrgð þeirra heldur allra. Talið er að um það bil 10 þúsund manns, til að mynda frá Sýrlandi, Egyptalandi og Bangladess, hafi á fjórum dögum lagt í þetta háskalega ferðalag yfir hafið frá Líbíu í Afríku í von um betra líf. Fleiri en 70 þúsund manns hafa, það sem af er ári, flúið til Ítalíu. Fjöldinn hefur hækkað um 14 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Yfir 500 þúsund flóttamenn hafa komið inn í landið frá árinu 2014.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira