Enski boltinn

Þurfa að borga 40 milljónir punda fyrir Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi átti frábært tímabil með Swansea.
Gylfi átti frábært tímabil með Swansea. vísir/getty
Félög sem vilja fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir verða að punga út a.m.k. 40 milljónum punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. Þetta kemur fram í frétt Leicester Mercury í dag.

Leicester City er eitt þeirra félaga sem hafa áhuga á að kaupa Gylfa frá Swansea City. Tottenham og Everton hafa einnig verið nefnd í því samhengi en Swansea á að hafa hafnað 27 milljóna tilboði Everton í Gylfa.

Jafnvel þótt það kæmi 40 milljóna punda tilboð í Gylfa gætu bandarískir eigendur Swansea samt hafnað því að því er fram kemur í frétt Leicester Mercury.

Gylfi var besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili og átti risastóran þátt í að liðið hélt sér í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Swansea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×