Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 10:32 Harry Bretaprins fann sig ekki innan bresku krúnunnar. Visir/Getty „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
„Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira