Gunnlaugur: Var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2017 19:52 Gunnlaugur er sáttur með hvernig hans menn brugðust við mótlæti í byrjun móts. vísir/ernir „Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
„Já og nei. Við áttum alveg færi til að klára þetta. En miðað við hvernig leikurinn byrjaði getur maður verið nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, aðspurður hvort hann væri sáttur með eitt stig gegn Stjörnunni í dag. Skagamenn áttu í miklum vandræðum í upphafi leiks og gátu talist heppnir að fá bara eitt mark á sig. En Gunnlaugur átti ás upp í erminni og þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks breytti hann um leikkerfi og við það jafnaðist leikurinn. „Við tókum bara ákvörðun um það í augnablikinu. Það vill svo til að við höfðum holninguna í það; vorum með miðvörð í hægri bakverði þannig að þetta svínvirkaði. Ég var undrandi hversu fljótt þetta bar árangur. Þeir lentu í miklum vandræðum með okkur,“ sagði Gunnlaugur. Að hans sögn voru Skagamenn hvorki búnir að æfa þetta leikkerfi né spila það á undirbúningstímabilinu. „Við vorum eitt af fáum liðum sem notuðum þetta ekki í vetur. Aftur á móti unnum við aðeins með þetta veturinn í fyrra og hitteðfyrra. Menn þekkja þetta og það voru allir með sitt á hreinu. Þetta gerði þeim erfitt fyrir. Við náðum loksins að dekka betur, betri tökum á köntunum og þetta var eiginlega maður á mann,“ sagði Gunnlaugur. Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍA aðeins tapað einum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Gunnlaugur er ánægður með hvernig hans menn hafa risið upp á afturlappirnar eftir mikið mótlæti. „Ég gríðarlega ánægður. Við erum á hárréttri leið. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda haus. Þetta var ekkert smá erfið byrjun og í ofanálag er ekkert smá mikil umræða um deildina. Það var hraunað yfir þá nánast hvern einasta dag. Það er ofboðslega sterkt að halda haus og halda klefanum ferskum. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Gunnlaugur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 24. júní 2017 20:00