Vilhjálmur Árni Garðarsson hóf leik fyrir Íslands hönd í Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum.
Íslensku keppendurnir, sem keppa í 2. deild í Evrópubikarnum, er stödd í Tel Aviv í Ísrael. Ísland sendir 32 keppendur til leiks og meðal keppenda hjá Íslandi eru þau: Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason.
Vilhjálmur Árni keppir í sleggjukasti en öll þrjú köst hans voru gild. Fyrsta kast Vilhjálms var upp á 50.67 metra, annað kastið fór 49.18 metra og þriðja kastið 52.26 metra.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu keppninnar en þar má dagskrá keppenda og úrslit.
Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum hafin
Elías Orri Njarðarson skrifar
