Sport

Nýtt brautarmet slegið í hálfu maraþoni kvenna í miðnæturhlaupi Suzuki

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Lisa Ring kemur glöð í mark enda í þann mund að slá brautarmet.
Lisa Ring kemur glöð í mark enda í þann mund að slá brautarmet. ÍBR
Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í gærkvöldi. Þetta er í 25. sinn sem miðnæturhlaupið er haldið. Sett var nýtt brautarmet í hálfu maraþoni kvenna. Það var hún Lisa Ring sem á heiðurinn að þeim titli. Hún hljóp á tímanum 1 klukkustund, 23 mínútum og 46 sekúndum. Þá lenti Lawrence Awery frá Bretlandi í fyrsta sæti í flokki karla. Fyrstu þrjár konurnar og fyrstu þrír karlarnir fengu verðlaun frá Suzuki, GÁP, WOW air, Powerade og Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Fyrsta íslenska konan í mark var Sigrún Sigurðardóttir en hún hljóp 21 km á tímanum 1 klukkustund, 28 mínútum og 47 sekúndum. 

Þátttaka í hlaupinu var gífurlega góð þetta árið en aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu eða 1300 mann frá 52 löndum. Eftir langt og strangt hlaup var öllum keppendum boðið í Laugardalslaug. Þar gátu hlaupararnir slakað á og notið sín.

Nánari upplýsingar um úrslitin má finna á síðunni Tímataka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×