Sérstök áhersla BHM á starfsfólk Landspítala Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 BHM telur að huga þurfi að launasetningu starfsmanna í heilbrigðisþjónustu, einkum Landspítalans. BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira
BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira