Enski boltinn

Salah: Ég er orðinn miklu betri leikmaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mohamed Salah með Liverpool-treyjuna.
Mohamed Salah með Liverpool-treyjuna. vísir/getty
Liverpool gekk í gær frá kaupum á egypska framherjanum Mohamed Salah frá Roma en þetta verður í annað sinn sem hann spilar á Englandi. Salah var keypur til Chelsea fyrir fjórum árum en náði aldrei að vinna sér inn sæti í liðinu.

Hann fór á láni til Fiorentina og svo til Roma þar sem hann settist svo endanlega að. Salah skoraði fimmtán mörk í A-deildinni á síðustu leiktíð er liðið setti stigamet og hafnaði í öðru sæti.

„Ég er betri leikmaður en þegar ég var hérna síðast. Það er alveg 100 prósent,“ segir Salah í viðtali við heimasíðu Liverpool.

„Það er allt orðið betra hjá mér. Meira að segja er ég öðruvísi persónuleiki í dag. Ég var bara krakki þegar ég kom til Englands síðast. Núna er ég fjórum árum eldri og allt er breytt.“

„Ég er reynslumeiri eftir að vera hjá þremur félögum en það er rétt að ég hef ýmislegt að sanna. Ég mun reyna að bæta mig smám saman. Ég er bara ánægður með að vera kominn aftur,“ segir Mohamed Salah.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×