Epli og appelsínur Ólafur Arnarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendir mér tóninn í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Hann virðist telja mig hafa tekið upp hanskann fyrir Costco og verið ósanngjarnan í garð Bónuss. Þetta get ég ekki fallist á. Ég hef einungis tekið upp hanskann fyrir íslenska neytendur. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram frá öðrum en mér um að í Bónus sé stundað að lækka verð rétt á meðan verðkannanir standa yfir sem og að hækka verð þegar mikið er að gera í verslununum. Ég lýsti þeirri skoðun minni að alvarlegt væri ef rétt væri. RÚV, í samvinnu við ASÍ, birti nýlega verðkönnun sem sýndi að ódýrasta innkaupakarfan í Bónus er ódýrari en ódýrasta karfa í Costco, án tillits til tegundar eða gæða. Á þetta benti ég í viðtölum við fjölmiðla. Ég veit ekki betur en að gagnrýni m.a. frá Högum á verðkannanir ASÍ hafi einmitt beinst að því að ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur. Að verið sé að bera saman epli og appelsínur en ekki epli og epli. Finnur virðist blanda saman ummælum mínum um aðskilda hluti og túlka sem einn og sama hlutinn. Með því er hann í raun að bera saman epli og appelsínur, sem aldrei er gott. Ég vona að við Finnur séum sammála um að betra er að bera jafnan saman epli og epli. Finnur lætur að því liggja að með ummælum mínum hafi ég sakað Jóhannes heitinn í Bónus, sem var mér mjög kær, um blekkingar gagnvart neytendum. Það myndi ég aldrei gera. Jóhannes var einhver besti bandamaður sem íslenskir neytendur hafa átt. Costco færir nýja samkeppni inn á íslenskan dagvörumarkað og lækkar vöruverð rétt eins og Hagkaup gerði 1959 og Bónus 1989. Því fagna ég fyrir hönd íslenskra neytenda. Fákeppni á dagvörumarkaði hefur fært háar fjárhæðir úr vösum neytenda í vasa eigenda innflutnings- og smásölufyrirtækja. Öflug og heilbrigð samkeppni er besti vinur neytenda.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar