Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 18:58 Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Vísir/anton brink Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson. Alþingi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira