Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:45 "Tíminn líður svo hratt, það er ótrúlegt að aftur séu komnar sumarsólstöður,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/Eyþór Árnason „Blessuð! Þetta er fullkomin tímasetning fyrir símaviðtal. Við vorum að klára fyrstu æfingu dagsins og næsta byrjar eftir sautján mínútur.“ Þannig byrjar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar samtal um tónlistarhátíð sína Reykjavík Midsummer Music sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudagskvöld. Hann er maður sem nýtir tíma sinn vel, er nýlentur eftir flug frá Leipzig og æfir stíft milli þess sem hann tekur á móti erlendu gestunum sem ætla að spila með honum næstu kvöldin. Á opnunartónleikunum í Hörpu í kvöld munu litrík kammerverk tónskáldanna Mozart, Pärt og Stravinsky fléttast saman og Víkingur Heiðar segir flytjendurna vera heimslið strengjaleikara hans kynslóðar. Hvernig fer hann að því að fá þá hingað? „Ég hef unnið með þeim erlendis. Sumt af fólkinu er að koma í fyrsta sinn til Íslands og það er ekki af því að það hafi ekki verið beðið áður. „Ég þekki það allt, margt af því er vinir innbyrðis og þar er skemmtileg stemning. Allt stjörnur. Hljóðfærin eru líka öll metfé en þau eru þögul út af fyrir sig, þetta fólk er með þau af því það hefur unnið til þess.“ Þetta er sjötta hátíðin sem Víkingur Heiðar heldur og hann segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa. „Mér finnst bara óraunverulegt að það sé að gerast hér á Íslandi að átta eftirsóttustu einleikarar yngri kynslóðarinnar í klassíska heiminum séu að koma á mína litlu hátíð í Hörpu og ég er svo þakklátur fyrir það.“ Dagskráin er á vefnum reykjavikmidsummermusic.com. Hún er litrík og er ýmist flutt í Norðurljósum í Hörpu eða Mengi á Óðinsgötu. Í Mengi mun lengsti strengjakvartett sem saminn hefur verið, 5 klukkustundir Feldmans, hljóma á sunnudag. „Skrítnasta verkið,“ segir Víkingur Heiðar. „Að hlusta á það er tækifæri sem fólki býðst kannski bara einu sinni á ævinni. Ég hef spilað annað verk eftir Feldman og fyrsti hálftíminn var frekar lengi að líða, annar miklu fljótari og sá þriðji var eins og augnablik. Það gerist eitthvað inni í svona geggjuðum hljóðheimi. Þeir sem sitja alla tónleikana fá verðlaun, en það má líka alveg ganga út og inn. Þema hátíðarinnar er frelsi. Ég bað íslenska strokkvartettinn Sigga að taka verkið að sér og hann sagði já. Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna og stemningin er jákvæð.“ En sefur Víkingur Heiðar ekki í viku eftir svona álagstíma? „Nei, nefnilega ekki, ég missi meira að segja af lokapartíinu því klukkan sjö á mánudagsmorgun fer ég út til Noregs að spila á nýrri tónlistarhátíð í Vestfold með Leif Ove Andsnes, þekktasta og flottasta píanóleikara Norðurlanda. Þú mátt bara ekki minna mig á hvað þetta er mikið brjálæði, það er best að hugsa ekki um það heldur taka það sem æfingu í að lifa í núinu.“ Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Blessuð! Þetta er fullkomin tímasetning fyrir símaviðtal. Við vorum að klára fyrstu æfingu dagsins og næsta byrjar eftir sautján mínútur.“ Þannig byrjar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar samtal um tónlistarhátíð sína Reykjavík Midsummer Music sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudagskvöld. Hann er maður sem nýtir tíma sinn vel, er nýlentur eftir flug frá Leipzig og æfir stíft milli þess sem hann tekur á móti erlendu gestunum sem ætla að spila með honum næstu kvöldin. Á opnunartónleikunum í Hörpu í kvöld munu litrík kammerverk tónskáldanna Mozart, Pärt og Stravinsky fléttast saman og Víkingur Heiðar segir flytjendurna vera heimslið strengjaleikara hans kynslóðar. Hvernig fer hann að því að fá þá hingað? „Ég hef unnið með þeim erlendis. Sumt af fólkinu er að koma í fyrsta sinn til Íslands og það er ekki af því að það hafi ekki verið beðið áður. „Ég þekki það allt, margt af því er vinir innbyrðis og þar er skemmtileg stemning. Allt stjörnur. Hljóðfærin eru líka öll metfé en þau eru þögul út af fyrir sig, þetta fólk er með þau af því það hefur unnið til þess.“ Þetta er sjötta hátíðin sem Víkingur Heiðar heldur og hann segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa. „Mér finnst bara óraunverulegt að það sé að gerast hér á Íslandi að átta eftirsóttustu einleikarar yngri kynslóðarinnar í klassíska heiminum séu að koma á mína litlu hátíð í Hörpu og ég er svo þakklátur fyrir það.“ Dagskráin er á vefnum reykjavikmidsummermusic.com. Hún er litrík og er ýmist flutt í Norðurljósum í Hörpu eða Mengi á Óðinsgötu. Í Mengi mun lengsti strengjakvartett sem saminn hefur verið, 5 klukkustundir Feldmans, hljóma á sunnudag. „Skrítnasta verkið,“ segir Víkingur Heiðar. „Að hlusta á það er tækifæri sem fólki býðst kannski bara einu sinni á ævinni. Ég hef spilað annað verk eftir Feldman og fyrsti hálftíminn var frekar lengi að líða, annar miklu fljótari og sá þriðji var eins og augnablik. Það gerist eitthvað inni í svona geggjuðum hljóðheimi. Þeir sem sitja alla tónleikana fá verðlaun, en það má líka alveg ganga út og inn. Þema hátíðarinnar er frelsi. Ég bað íslenska strokkvartettinn Sigga að taka verkið að sér og hann sagði já. Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna og stemningin er jákvæð.“ En sefur Víkingur Heiðar ekki í viku eftir svona álagstíma? „Nei, nefnilega ekki, ég missi meira að segja af lokapartíinu því klukkan sjö á mánudagsmorgun fer ég út til Noregs að spila á nýrri tónlistarhátíð í Vestfold með Leif Ove Andsnes, þekktasta og flottasta píanóleikara Norðurlanda. Þú mátt bara ekki minna mig á hvað þetta er mikið brjálæði, það er best að hugsa ekki um það heldur taka það sem æfingu í að lifa í núinu.“
Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira