Enski boltinn

Alves fær að fara frá Juventus

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alves varð tvöfaldur meistari á Ítalíu með Juventus á síðasta tímabili.
Alves varð tvöfaldur meistari á Ítalíu með Juventus á síðasta tímabili. vísir/epa
Ítalíumeistarar Juventus eru búnir að staðfesta að Dani Alves fær að losna undir samningi hjá félaginu sem einfaldar málin fyrir Manchester City.

Brasilíumaðurinn átti eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus en Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Ítalíumeistaranna, hefur staðfest að hann fær að fara.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ólmur frá Alves til liðs við sig en saman unnu þeir fjórtán stóra titla hjá Barcelona á sínum tíma.

Nú getur City gengið hreint til verks og samið við Alves sem sjálfur hefur látið hafa eftir sér að hann langi að spila í ensku úrvalsdeildinni.

„Það kom ekkert upp á milli okkar og Alves. Hann vill bara prófa nýja hluti þannig við erum að reyna að finna góða lausn á þessu og rifta samningi hans. Við óskum honum bara alls hins besta,“ segir Marotta.

Englandsmeistarar Chelsea hafa einnig verið orðaðir við Dani Alves en Brassinn er sagður mun spenntari fyrir að spila aftur fyrir Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×