Lífið

Leikstjórar Han Solo-myndar hættir

Kjartan Kjartansson skrifar
Leikaralið myndarinnar um Han Solo með fv. leikstjórunum, frá vinstri: Woody Harrelson, Chris Miller, Phoebe Waller-Bridge, Alden Ehrenreich, Emilia Clarke, Joonas Suotamo, Phil Lord og Donald Glover.
Leikaralið myndarinnar um Han Solo með fv. leikstjórunum, frá vinstri: Woody Harrelson, Chris Miller, Phoebe Waller-Bridge, Alden Ehrenreich, Emilia Clarke, Joonas Suotamo, Phil Lord og Donald Glover. ljósmynd/Lucasfilm
Báðir leikstjórar fyrirhugaðar myndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo er hættir. Segja þeir að „listrænn ágreiningur“ við framleiðendur myndarinnar hjá Lucasfilm sé ástæðan.

Disney, móðurfyrirtæki Lucasfilm, er með áform um fjölda sjálfstæðra mynda úr Stjörnustríðsheiminum auk þess að halda áfram sagnabálkinu sem George Lucas skapaði árið 1977. Þar á meðal er mynd um bernskubrek smyglarans Han Solo sem til stendur að frumsýna í maí á næsta ári.

Fyrsta sjálfstæða myndin, „Rogue One“ var frumsýnd í desember en hún fjallaði um hóp uppreisnarmanna sem stela teikningum að Helstirninu áður en atburðir upprunalegu Stjörnustríðsmyndarinnar gerast.

Ekki á eitt sáttir við forseta Disney

Phil Lord og Christopher Miller, leikstjórarnir sem voru fengnir til verksins, eru hins vegar sagðir hafa átt í útistöðum við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo, lengi samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Tilkynnt var um brotthvarf þeirra á heimasíðu Stjörnustríðs. Kennedy sagði þá félaga hæfileikaríka leikstjóra en þeim hafi greint á við fyrirtækið um listræna sýn á myndina.

Kennedy segir að tilkynnt verði um nýjan leikstjóra innan skamms.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×