Fótbolti

Red Bull-félögin fengu grænt ljós frá UEFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
RB Leipzig endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
RB Leipzig endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. vísir/epa
RB Leipzig og Red Bull Salzburg hafa bæði fengið grænt ljós frá UEFA á að spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Félögin hafa bæði sterk tengsl við orkudrykkjarisann Red Bull en samkvæmt reglum UEFA mega félög í eigu sama aðila ekki taka þátt í sömu Evrópukeppninni.

Leipzig var stofnað árið 2009 og fór upp um fjórar deildir á sjö árum. Liðið endaði svo í 2. sæti á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.

Red Bull keypti Austria Salzburg 2005 og breytti nafni félagsins. Í kjölfar endurskipulagningar þess hefur verið fullyrt að ekki sé lengur um eignarhald að ræða heldur sé Red Bull einungis styrktaraðili félagsins. Salzburg hefur orðið austurrískur meistari undanfarin fjögur ár.

Ef UEFA hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leipzig og Salzburg væru í eigu sama aðila hefði fyrrnefnda félagið misst sæti sitt í Meistaradeildinni. Samkvæmt reglum UEFA hafa landsmeistarar forgang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×