Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2017 10:32 Nær allar stjörnur sem Kepler hefur skoðað voru með reikistjörnur í kringum sig. mynd/NASA/JPL-Caltech Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum. Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum.
Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira