Árásarmaðurinn er enn ófundinn en talið er nær fullvíst að hann sé enn inni á sjúkrahúsinu, vopnaður riffli. Hann er sagður fyrrum starfsmaður spítalans. Sjúkrahúsið hefur verið girt af og fá hvorki starfsmenn né aðrir að fara út á meðan leit stendur yfir.
Beina útsendingu CBS fréttastofunnar má sjá hér.
Uppfært:
AP fréttastofan greinir frá því að einn sé látinn eftir árásina og að sex séu særðir, en þær upplýsingar hafa ekki verið staðfestar af lögregluyfirvöldum. Árásarmaðurinn er einnig látinn en hann hét Henry Bello og var fyrrverandi læknir á spítalanum, en hann var klæddur í hvítan slopp þegar hann réðist til atlögu.
X
MORE: Suspect in Bronx shooting believed to be barricading himself inside hospital with rifle, @CBSNewYork reports https://t.co/apNwXZs5f4 pic.twitter.com/ntMglf2Csf
— CBS News (@CBSNews) June 30, 2017