Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir umhverfisráðherra ekki vita hvað er að gerast á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 13:35 Gunnar Birgisson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Vísir Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira