Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir umhverfisráðherra ekki vita hvað er að gerast á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 13:35 Gunnar Birgisson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Vísir Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira