Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir umhverfisráðherra ekki vita hvað er að gerast á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 13:35 Gunnar Birgisson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Vísir Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira