Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir umhverfisráðherra ekki vita hvað er að gerast á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 13:35 Gunnar Birgisson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Vísir Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir augljóst þegar kemur að fiskeldi í sjó að umhverfisráðherra búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Fiskeldi í sjó geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Fjallabyggð þar sem störf í sjávarútvegi hafi verið að glatast á undanförnum árum. Í dag er haldið málþing í menningarhúsinu Tharnarborg í Ólafsfirði, sem er hluti af Fjallabyggð, þar sem kostir og gallar á sjókvíaeldi verða til umræðu. Sjö frummælendur flytja erindi þar sem m.a. er fjallað um stjórnsýslu, fiskisjúkdóma og fleira. Meðal frummælenda eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir áhuga á að koma upp sjókvíaeldi í Ólafsfirði en á málþinginu verði málið skoðað á hlutlausan hátt út frá mismunandi hliðum. „Þar sem eru dregnar fram staðreyndir. Við ætlum að fjalla um umhverfismál, byggðamál og við ætlum að fjalla um önnur mál sem tengjast sjókvíaeldi. Byggðaþróun samfara því og svo framvegis,“ segir Gunnar.Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.Arnarlax hafi lýst áhuga á að setja upp höfuðstöðvar sínar í sjókvíaeldi í Eyjafirði í Ólafsfirði. Gunnar segir störfum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu hafa fækkað bæði á landi og á sjó og ferðamenn séu færri en áður. „Það eru störf alls staðar á landsbyggðinni að tapast og þetta er svona ljósið í myrkrinu. Hefur bjargað byggðum eins og á sunnanverðum Vestfjörðum og á Djúpavogi. Við vonum eðlilega að þetta verði hér á untanverðum Tröllaskaganum og muni hressa upp á mannlífið og byggðina hér á utanverðum Tröllaskaga,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir Arnarlax vera með umsókn um starfsemi í Ólafsfirði í umhverfismati en menn hafi hægt á sér eftir yfirlýsingar Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra um að menn ættu að fara sér hægt í þessum efnum. Það sé sérkennilegt að umhverfisráðherra vilji að hægt verði á atvinnugrein sem sannað sé að sé þjóðhagslega hagkvæm og byggðalega mjög góð. „Ég held að það sé alveg ljóst að hún búi í hundrað og einum og viti ekki hvað er að gerast á landsbyggðinni. Mér þykir að miður. Það er alveg ljóst að það þýðir ekki að ætla að fara koma megninu af landsbyggðinni á suðvestur hornið. Ef við ætlum að reyna að halda byggð í þessu landi verðum við að getað haft þá atvinnuvegi sem skapa störf og skila af sér arði. Það gerist ekki í hundrað og einum,“ segir Gunnar Birgisson.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira