Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Man Utd orðinn prestur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mulryne í leik með Norwich City
Mulryne í leik með Norwich City vísir/getty
Fyrrum landsliðsmaður Norður-Írlands í knattspyrnu, Philip Mulryne, hefur gerst kaþólskur prestur.

Mulryne spilaði fyrir enska stórliðið Manchester United og er talinn hafa verið með um 600 þúsund pund í árslaun. Hann hefur nú þurft að taka eið þess efnis að hann muni lifa í fátækt.

Hann var tekinn inn í reglu presta í Dublin á laugardag af Joseph Augustine Di Noia, erkibiskup, sem gerði sér ferð til Írlands sérstaklega fyrir athöfnina.

Norður-Írinn var uppalinn í yngri flokka starfi Mancehster United og byrjaði feril sinn í meistaraflokki með liðinu árið 1997. Hann náði ekki að skapa sér sess hjá enska stórveldinu og var seldur til Norwich City árið 1999.

Mulryne setti skóna á hilluna árið 2009 og byrjaði þá vegferð sína innan kaþólsku kirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×