Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 20:04 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, heimsótti Úkraínu í dag. Vísir/afp Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira