Erlent

McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
John McCain.
John McCain. Vísir/EPA
John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“

Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara.

Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn.

Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana.

John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.

Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×