McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:20 John McCain. Vísir/EPA John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið. Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið.
Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45