Sport

Hljóp ein og varð Íslandsmeistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til vinstri) var talin sigurstranglegust í hlaupinu í dag.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til vinstri) var talin sigurstranglegust í hlaupinu í dag. mynd/frí
Sara Hlín Jóhannsdóttir, hlaupakona úr Breiðabliki fædd árið 2000, varð í dag Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum.

Sara Hlín hljóp hringinn ein, en keppinautar hennar mættu ekki til leiks. Sara Hlín náði sínum besta árangri frá upphafi í dag þegar hún hljóp hringinn á 66,63 sekúndum.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH var skráð til leiks í hlaupinu í dag og búist var við að hún færi með sigur af hólmi. Arna Stefanía er á leið á Evrópumót U23 um næstu helgi þar sem hún mun keppa í greininni.

Meiri samkeppni var um gullverðlaunin karlamegin. Þar mættu allir þrír keppendurnir til leiks og hljóp Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR hraðast allra.

Ívar fór hringinn á 53,30 sekúndum. Matthías Már Heiðarsson úr Fjölni varð í öðru sæti á 58,81 sekúndu og Árni Haukur Árnason, ÍR, hreppti bronsið. Hann hljóp á 60,43 sekúndum.

Aníta Hinriksdóttir er fremsta hlaupakona Íslands.visir/epa
Aðal keppnisgrein Anítu Hinriksdóttur, 800 metra hlaup, var hlaupin í dag en Anítu var hvergi að sjá í dag. Hún kaus að keppa ekki á Meistaramótinu heldur er hún að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramót U23 um næstu helgi.

Stúlkurnar sem mættu til leiks í dag voru allar yngri en 18 ára, fæddar 2000, 2001 og 2002. Yngsti keppandinn, Iðunn Björg Arnaldsdóttir fædd árið 2002, gerði sér lítið fyrir og sigraði hlaupið á 2:20,97 mínútum. Iðunn hleypur fyrir frjálsíþróttadeild ÍR.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×