Enski boltinn

Mun Chelsea neyðast til þess að semja frið við Costa?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diego Costa er ekki auðveldur í samskiptum en skorar og skorar.
Diego Costa er ekki auðveldur í samskiptum en skorar og skorar. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, er sagður vera æfur yfir því að Romelu Lukaku sé líklega á leiðinni til Man. Utd.

Hann er sagður hafa eytt drjúgum tíma í að sjá til þess að Lukaku kæmi til Chelsea. Svo öruggur hafi hann verið með að fá framherjann að hann sagði markahæsta leikmanni Chelsea á síðustu leiktíð, Diego Costa, að hann mætti fara fyrir þó nokkru síðan.

Costa býst enn við því að fara til Atletico Madrid og er þegar byrjaður að kveðja vini sína hjá Lundúnafélaginu.

Ef Lukaku endar hjá Man. Utd, eins og flest bendir til, þá þarf Chelsea að stokka spilin og reyna jafnvel aftur við Alvaro Morata. Félagið hefur einnig áhuga á Alexis Sanchez og Andrea Belotti, framherja Torino.

Það er þó ekki auðvelt að fá þessa leikmenn og Chelsea gæti hreinlega neyðst til þess að reyna að semja frið við Costa.

Biðja hann afsökunar á „mistökum“ Costa og halda honum hjá félaginu. Annars gæti Chelsea lent í framherjakrísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×