Enski boltinn

Swansea býst við nýju tilboði frá Everton í Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hefur Gylfi leikið sinn síðasta leik fyrir Swansea?
Hefur Gylfi leikið sinn síðasta leik fyrir Swansea? vísir/getty
Swansea City býst við að fá nýtt tilboð frá Everton í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson.

Samkvæmt frétt Daily Mail á Swansea von á tilboði upp á 32 milljónir punda í Gylfa. Swansea hefur þegar hafnað 27 milljóna punda tilboði Everton í íslenska landsliðsmanninn.

Gylfi átti frábært tímabil með Swansea í vetur og er eftirsóttur af öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Auk Everton hefur hann m.a. verið orðaður við Leicester City og Tottenham.

Everton hefur verið aðsópsmikið á leikmannamarkaðinum í sumar og keypt leikmenn fyrir tæplega 100 milljónir punda.

Everton á þó von á vænri summu frá Manchester United sem er væntanlega að fara að kaupa Romelu Lukaku á 75 milljónir punda.

Gylfi skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og átti stærstan þátt í því að Swansea hélt sæti sínu í deildinni.


Tengdar fréttir

Lukaku á leið til Man Utd

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hafi komist að samkomulagi við Everton um kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku.

Sonur Arnórs og bróðir Eiðs Smára til Swansea

Arnór Guðjohnsen, sonur og nafni Arnórs Guðjohnsen og hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen, hefur gert þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Swansea City.

Pogba byrjaður að æfa með Lukaku

Í gær var greint frá því að Romelu Lukaku væri á leið frá Everton til Man. Utd en beðið er nú eftir því að félögin staðfesti þessi vistaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×