Enski boltinn

Pogba byrjaður að æfa með Lukaku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba og Lukaku tóku vel á því.
Pogba og Lukaku tóku vel á því. mynd/instagram
Í gær var greint frá því að Romelu Lukaku væri á leið frá Everton til Man. Utd en beðið er nú eftir því að félögin staðfesti þessi vistaskipti.

Talsverðar líkur eru á því að tilkynnt verði formlega um kaup United á framherjanum í dag.

Hann er í það minnsta byrjaður að æfa með einum væntanlegum liðsfélaga sínum, Paul Pogba.

Pogba birti í gær myndbönd á Instagram í gær þar sem hann er að æfa með Lukaku í Bandaríkjunum. Nánar tiltekið á æfingasvæði UCLA-háskólans. Samkvæmt fréttum gærdagsins gekkst Lukaku undir læknisskoðun í háskólanum í gær.

Þeir félagarnir hafa verið í fríi saman í Bandaríkjunum en Man. Utd fer svo í æfingaferð til Bandaríkjanna og vonast eftir því að Lukaku komi með í þá ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×