Erlent

Liu Xiaobo hættur að fá krabbameinslyf

Mótmælendur sýna póstkort með andliti Liu. Fangelsisvist hans hefur valdið miklum deilum í Kína og víðar.
Mótmælendur sýna póstkort með andliti Liu. Fangelsisvist hans hefur valdið miklum deilum í Kína og víðar. Vísir/afp
Teymi kínverskra lækna, sem falið hefur verið að meðhöndla kínverska Nóbelsverðlaunahafann Liu Xiaobo, hefur hætt notkum á krabbameinslyfjum í meðferð hans. Þetta er gert til að hlífa lifur Liu. AP-fréttaveitan greinir frá.

Ákvörðunin vekur upp áhyggjur þess efnis að Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010, sé hætt kominn í veikindum sínum. Ástand hans hefur versnað mikið undanfarna daga en hann glímir við ólæknandi lifrarkrabbamein.

Læknar Liu hafa nú hætt krabbameinsmeðferð með lyfjagjöf en hún hefur ekki skilað tilætluðum árangri hingað til. Læknar einbeita sér nú að því að vernda lifur Liu og gefa líkama hans ráðrúm til að anda.

Liu var dæmdur í ellefu ára fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ritað greinina „Charter 08“ ásamt öðrum manni þar sem hvatt var til aukins lýðræðis í Kína. Hann hafði afplánað dóm sinn í fangelsi í Jinzhou í norðausturhluta Kína en var veitt reynslulausn í síðustu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×