Enski boltinn

Sonur Arnórs og bróðir Eiðs Smára til Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Guðjohnsen yngri.
Arnór Guðjohnsen yngri. mynd/swansea
Arnór Guðjohnsen, sonur og nafni Arnórs Guðjohnsen og hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen, hefur gert þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Swansea City.

Arnór, sem er 16 ára, kemur til Swansea frá Breiðabliki.

„Það er frábært að vera hérna. Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og iða í skinninu að byrja,“ sagði Arnór í samtali við heimasíðu Swansea.

„Pabbi og bróðir minn hafa gefið mér góð ráð í gegnum árin,“ bætti Arnór við en hann mun æfa og spila með U-18 ára liði Swansea.

Arnór er annar Íslendingurinn í herbúðum Swansea en Gylfi Þór Sigurðsson er sem kunnugt er einn af lykilmönnum aðalliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×