Erlent

Kasparov tekur þátt á skákmóti í næsta mánuði

Atli Ísleifsson skrifar
Garry Kasparov varð fyrst heimsmeistari í skák árið 1985, þá 22 ára gamall.
Garry Kasparov varð fyrst heimsmeistari í skák árið 1985, þá 22 ára gamall. Vísir/Getty
Garry Kasparov mun keppa aftur á skákmóti í St. Louis í Bandaríkjunum í næsta mánuði, tólf árum eftir að hann hætti atvinnumennskunni.

Kasparov mun þar etja kappi við marga af bestu skákmönnum heims, þó að norski heimsmeistarinn Magnus Carlsson verði ekki meðal þátttakenda.

„Það er heiður að snúa aftur að taflborðinu,“ segir Kasparov á heimasíðu mótsins.

Flest bendir til að Kasparov ætli sér ekki að snúa aftur í atvinnumennskuna heldur ætli hann sér einungis að keppa á þessu móti.

„Ég er reiðubúinn að athuga hvort að ég muni eftir mannganginum,“ segir Kasparov á Twitter.

Kasparov mun taka þátt í atskákshluta mótsins dagana 14. til 19. ágúst, en hann varð fyrst heimsmeistari í skák árið 1985, þá 22 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×