Konur senda Fabrikkunni hamborgarauppskriftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 11:00 Kvenborgararnir eru meðal annars úr smiðju Sóleyjar Tómasdóttur, Sölku Sólar Eyfeld og Bylgju Babýlons. Vísir/Samsett Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017 Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017
Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30