Erlent

Svíi lét lífið í fjallgöngu í Færeyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá þorpinu Saksun á Straumey. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá þorpinu Saksun á Straumey. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sænskur karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að hann féll niður bratta hlíð í fjallgöngu nálægt þorpinu Saksun, norðarlega á Straumey, í gær.

Að sögn færeyskrar lögreglu hefur annar maður, danskur, verið fluttur á sjúkrahús.

„Annar er sænskur, hann lést seint í gærkvöldi. Hinn er 79 ára karlmaður, sem við teljum að sé danskur ríkisborgari,“ segir lögreglumaðurinn Christian Joensen.

Mennirnir tveir voru í fjallgöngu í tíu manna hópi þegar slysið varð. Var hópurinn að safna saman plöntusýnum.

„Þeir gengu meðfram brúninni þar sem er bratt. Það eru um tíu metrar niður. Annar hlýtur að hafa hrasað og teygt sig í hinn,“ segir Joensen.

Búið er að tilkynna aðstandendum sænska mannsins um málið. Ástand mannsins, sem talinn er vera danskur, er stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×