Erlent

26 létust í átökum mexíkóskra eiturlyfjagengja

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru rúmlega 11 þúsund morð framin í Mexíkó.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru rúmlega 11 þúsund morð framin í Mexíkó. Vísir/Getty
26 eru látnir eftir bardaga milli stríðandi fylkinga í eiturlyfjaheiminum í Mexíkó fyrr í vikunni.

Átökin áttu sér stað í þorpinu Las Varas í Chihuahua-héraði í Sierra Madre fjöllunum þar hafa glæpaklíkur ráðið ríkjum um margra ára skeið.

Ástandið á svæðinu hefur vernsnað síðustu mánuði en svo virðist sem mikil valdabarátta sé nú í gangi á milli manna sem vilja fylla skarðið sem Joaquin „El Chapo“ Guzman, einn valdamesti eiturlyfjabarón landsins, skildi eftir sig þegar hann var handsamaður.

Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru rúmlega 11 þúsund morð framin í Mexíkó og í maí síðastliðnum voru þau tæplega 2.200, sem er það mesta í einum mánuði frá árinu 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×