Stuðningsmenn Trump ósáttir við sjálfstæðisyfirlýsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 23:34 Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var meðal annars lesin af svölum Gamla ríkishússins í miðborg Boston á þjóðhátíðardaginn. Vísir/EPA Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira