Björgum ungu konunum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun