Erlent

Mikill eldur í Gigantium-höllinni í Álaborg

Atli Ísleifsson skrifar
Mikinn eld leggur nú frá Gigantium.
Mikinn eld leggur nú frá Gigantium. Vísir/EPA
Mikill eldur logar nú í Gigantium-höllinni í Álaborg á Jótlandi. Lögreglu á Norður-Jótlandi barst tilkynning um brunann klukkan 11:25 að staðartíma.

Í Gigantium er meðal annars að finna stóran tónleikasal, íþróttasal, skautahöll, sundhöll og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir. Í frétt DR kemur fram að eldurinn hafi komið upp í stóra salnum þar sem tónleikar eru jafnan haldnir og handboltaleikir fara fram.

Slökkvistarf stendur enn yfir og er búið að rýma höllina. Danskir fjölmiðlar að búið sé að ná tökum á eldinum.

Svartur reykur berst nú frá höllinni og hafa íbúar á svæðinu í kringum háskólann, Føtex og Da Vinci-garðinn verið hvattir til að loka gluggum.

Ekki liggur fyrir hvað orsakaði brunann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×