Sjö milljónir barna á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. júlí 2017 00:00 Flóttabörn frá Kongó í nýjum híbýlum sínum í Nakavalie flóttamannabúðunum í suðurhluta Úganda. Vísir/Getty Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa. Gambía Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa.
Gambía Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira