Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júlí 2017 21:30 Jackie Stewart og Sebastian Vettel ræða málin. Vísir/Getty Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. Vettel keyrði aftan á Hamilton sem var fremstur fyrir aftan öryggisbílinn. Hamilton hemlaði og Vettel hafnaði aftan á honum. Svo snöggreiddist Vettel og ók upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Hamilton var ekki talinn hafa gert neitt af sér af dómurum keppninnar. Annað en Vettel sem bar skylda til að koma inn á þjónustusvæðið og vera kyrr þar í 10 sekúndur. Stewart telur að aðgerðir Hamilton hafi verið til þess fallnar að enga Vettel og plata hann til að reiðast og grípa til aðgerða sem Stewart kallar stór mistök. „Það er enginn vafi í huga mér að Vettel hafði engan rétt á að gera þetta, hann sýndi af sér óábyrga hegðun þegar hann keyrði á Lewis. Hvort sem það var stundarbrjálæði eða hvað sem það kann að hafa verið, þá er það ekki rétt,“ sagði Stewart. „Það er þó önnur hlið á málinu sem mér þykir alvarlegri. Vettel með eldingaviðbröðg sem Formúlu 1 ökumenn hafa, náði ekki að forða því að keyra aftan á Lewis, það var alls ekki viljandi. Allir bílarnir voru reiðubúnir að gefa í inn á beina kaflann þá snarhemlar Lewis. Þessi hegðun Lewis var til þess fallin að plata Vettel til að gera þessi stóru mistök,“ sagði Stewart. Formúla Tengdar fréttir Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. Vettel keyrði aftan á Hamilton sem var fremstur fyrir aftan öryggisbílinn. Hamilton hemlaði og Vettel hafnaði aftan á honum. Svo snöggreiddist Vettel og ók upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Hamilton var ekki talinn hafa gert neitt af sér af dómurum keppninnar. Annað en Vettel sem bar skylda til að koma inn á þjónustusvæðið og vera kyrr þar í 10 sekúndur. Stewart telur að aðgerðir Hamilton hafi verið til þess fallnar að enga Vettel og plata hann til að reiðast og grípa til aðgerða sem Stewart kallar stór mistök. „Það er enginn vafi í huga mér að Vettel hafði engan rétt á að gera þetta, hann sýndi af sér óábyrga hegðun þegar hann keyrði á Lewis. Hvort sem það var stundarbrjálæði eða hvað sem það kann að hafa verið, þá er það ekki rétt,“ sagði Stewart. „Það er þó önnur hlið á málinu sem mér þykir alvarlegri. Vettel með eldingaviðbröðg sem Formúlu 1 ökumenn hafa, náði ekki að forða því að keyra aftan á Lewis, það var alls ekki viljandi. Allir bílarnir voru reiðubúnir að gefa í inn á beina kaflann þá snarhemlar Lewis. Þessi hegðun Lewis var til þess fallin að plata Vettel til að gera þessi stóru mistök,“ sagði Stewart.
Formúla Tengdar fréttir Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32