Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júlí 2017 21:30 Jackie Stewart og Sebastian Vettel ræða málin. Vísir/Getty Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. Vettel keyrði aftan á Hamilton sem var fremstur fyrir aftan öryggisbílinn. Hamilton hemlaði og Vettel hafnaði aftan á honum. Svo snöggreiddist Vettel og ók upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Hamilton var ekki talinn hafa gert neitt af sér af dómurum keppninnar. Annað en Vettel sem bar skylda til að koma inn á þjónustusvæðið og vera kyrr þar í 10 sekúndur. Stewart telur að aðgerðir Hamilton hafi verið til þess fallnar að enga Vettel og plata hann til að reiðast og grípa til aðgerða sem Stewart kallar stór mistök. „Það er enginn vafi í huga mér að Vettel hafði engan rétt á að gera þetta, hann sýndi af sér óábyrga hegðun þegar hann keyrði á Lewis. Hvort sem það var stundarbrjálæði eða hvað sem það kann að hafa verið, þá er það ekki rétt,“ sagði Stewart. „Það er þó önnur hlið á málinu sem mér þykir alvarlegri. Vettel með eldingaviðbröðg sem Formúlu 1 ökumenn hafa, náði ekki að forða því að keyra aftan á Lewis, það var alls ekki viljandi. Allir bílarnir voru reiðubúnir að gefa í inn á beina kaflann þá snarhemlar Lewis. Þessi hegðun Lewis var til þess fallin að plata Vettel til að gera þessi stóru mistök,“ sagði Stewart. Formúla Tengdar fréttir Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. Vettel keyrði aftan á Hamilton sem var fremstur fyrir aftan öryggisbílinn. Hamilton hemlaði og Vettel hafnaði aftan á honum. Svo snöggreiddist Vettel og ók upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Hamilton var ekki talinn hafa gert neitt af sér af dómurum keppninnar. Annað en Vettel sem bar skylda til að koma inn á þjónustusvæðið og vera kyrr þar í 10 sekúndur. Stewart telur að aðgerðir Hamilton hafi verið til þess fallnar að enga Vettel og plata hann til að reiðast og grípa til aðgerða sem Stewart kallar stór mistök. „Það er enginn vafi í huga mér að Vettel hafði engan rétt á að gera þetta, hann sýndi af sér óábyrga hegðun þegar hann keyrði á Lewis. Hvort sem það var stundarbrjálæði eða hvað sem það kann að hafa verið, þá er það ekki rétt,“ sagði Stewart. „Það er þó önnur hlið á málinu sem mér þykir alvarlegri. Vettel með eldingaviðbröðg sem Formúlu 1 ökumenn hafa, náði ekki að forða því að keyra aftan á Lewis, það var alls ekki viljandi. Allir bílarnir voru reiðubúnir að gefa í inn á beina kaflann þá snarhemlar Lewis. Þessi hegðun Lewis var til þess fallin að plata Vettel til að gera þessi stóru mistök,“ sagði Stewart.
Formúla Tengdar fréttir Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32